svþ.is
Gagnavísir SVÞ

SVÞ mun birta hér gagnvirk yfirlitsgröf sem munu uppfærast reglulega þegar ný gögn berast.
Hægt er að stilla grunnvísitölu 100 á ákveðið ár, en því má breyta með því að hreyfa stikurnar.

Launavísitala og vísitala kaupmáttar launa

„Launavísitalan er verðvísitala sem byggir á gögnum úr launarannsókn Hagstofu Íslands og sýnir breytingar á verði vinnustundar fyrir fasta samsetningu vinnutíma. Vísitalan tekur mið af breytingum reglulegra launa sem greidd eru fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Vísitala kaupmáttar launa byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs. Almennt eykst kaupmáttur launa þegar laun hækka umfram verðlag en minnkar þegar verðbólga er meiri en launahækkanir.“ (Hagstofa Íslands)